ÍMARK

ÍMARK

Nearby advertising & marketing companies

Falcor
Falcor
Bunker Studios

You may also like

Afga
Afga

ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi www.imark.is

25/03/2024

Mótum framtíðina saman þann 30 apríl n.k.

Sameiginleg vorráðstefna fagfélaganna ÍMARK, Ský, Stjórnvísi, Mannauðs og FVH.

Skráning er hafin:
https://www.sky.is/index.php/vidhburdhir?view=article&id=2943&catid=15

Ölgerðin fékk Áruna fyrir Collab 02/03/2024

Á ÍMARK degi voru afhent þrenn verðlaun.

*ÁRA- áranusríkasta auglýsingarherferðin.

*Auglýsingastofa ársins samkvæmt könnun Maskínu.

*Vörumerki ársins samkvæmt könnun Maskínu.

Hægt er að lesa nánar um vinningshafa og verðlaunin í meðfylgjandi frétt.

Ölgerðin fékk Áruna fyrir Collab Auglýsingin Collab tekur forystuna var valin árangursríkasta auglýsingaherferðin á síðasta ári.

Þau sem hlutu Lúðurinn í ár 02/03/2024

Við erum í skýjunum með gærdaginn og þökkum þeim fjölmörgu gestum sem hittu okkur í Háskólabíói á ÍMARK degi og Lúðri fyrir komuna.

Hér að neðan má sjá lista yfir vinningshafa Lúðurs.

Þau sem hlutu Lúðurinn í ár Auglýsingastofan Brandenburg hlaut s*x verðlaun af sautján á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum, sem haldinn var í kvöld.

29/02/2024

Hver hljóta titilinn Auglýsingastofa ársins og Vörumerki ársins?

🌟 Hver verða Auglýsingastofa og Vörumerki ársins? 🌟

🏆 Maskína verður á ÍMARKdeginum 1. mars og verðlaunar auglýsingastofu og vörumerki ársins.

🎉 Hlökkum til að sjá ykkur markaðsfólk!

29/02/2024

Fernando Machado er spenntur fyrir að sjá ykkur á ÍMARK deginum á morgun, ert þú ekki örugglega með miða?
https://tix.is/is/event/16958/imark-dagurinn/

Bítið - Enginn fær lengur á lúðurinn á Lúðrinum - Vísir 29/02/2024

Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK og Gulli Aðalsteinsson, eigandi Cirkus auglýsingastofu, fóru yfir ÍMARK daginn og Lúðurinn í Bítinu í morgun. Sjáumst öll í Háskólabíó!

Bítið - Enginn fær lengur á lúðurinn á Lúðrinum - Vísir Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK og Gulli Aðalsteinsson, eigandi Sirkus auglýsingastofu, fóru yfir ÍMARK daginn og Lúðurinn.

27/02/2024

Við kynnum með gleði og stolti Elísabetu Sveinsdóttir markaðskonu með meiru sem fundarstjóra á ÍMARK deginum 👏👏
Elísabet er okkur í markaðsgeiranum vel kunnug en hún hefur um árabil verið í fremstu röð markaðsfólks á Íslandi💥
Á starfsferli sínum hefur hún stýrt markaðsmálum hjá Advania, Íslandsbanka, unnið að stofnun nýs sviðs innan Icelandair og stýrt tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt. Flest þekkjum við hana líka í ýmis konar sjálfboðastörfum og hefur hún, ásamt samstarfskonum sínum, leitt átakið „ Á allra vörum “ sem á síðustu árum hefur staðið fyrir myndarlegum landsöfnunum.
Elísabet er með MBA-próf frá Háskóla Íslands og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Þá stundaði hún nám í Rockford University í Bandaríkjunum að stúdentsprófi loknu.

Tryggðu þér miða hér https://tix.is/is/event/16958/imark-dagurinn/

27/02/2024

Tilnefningar til ÁRU 2023.
Aldrei áður hafa borist jafn margar innsendingar í flokkin Árangursríkasta markaðsherferðin. Það var áberandi hversu faglegar og vandaðar innsetningar voru í ár sem gerði dómnefnd erfitt fyrir að gera upp á milli og stóð mjótt á munum. Vinningshafi verður tilkynntur á ÍMARK deginum 1. mars n.k. tryggðu þér miða á https://tix.is/is/event/16958/imark-dagurinn/

Íslensku auglýsingaverðlaunin í flokki sjónvarpsauglýsinga 26/02/2024

mbl.is og ÍMARK standa í sameiningu að veitingu Lúðurs sem ber heitið Val fólksins. Við hvetjum alla til að taka þátt.

Íslensku auglýsingaverðlaunin í flokki sjónvarpsauglýsinga Val fólksins er á mbl.is. Hver finnst þér best? Kjósum bestu íslensku sjónvarpsauglýsinguna árið 2023.

Tilnefningar fyrir Lúðurinn birtar 23/02/2024

Tilnefningar til Lúðurs hafa verið birtar. Við óskum öllum sem hlutu tilnefningu til hamingju.

Tilnefningar til ÁRU verða birtar í næstu viku.

Tilnefningar fyrir Lúðurinn birtar ÍMARK, sam­tök markaðs- og aug­lýs­inga­fólks, í samráði við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa fyr­ir ÍMARK deg­in­um sem hald­inn er 1. mars nk.

ÍMARK dagurinn 22/02/2024

Stærsti markaðsviðburður ársins er föstudaginn 1.mars. Tryggðu þér miða strax á Tix.is 👇

https://tix.is/is/event/16958/imark-dagurinn/

ÍMARK dagurinn Háskólabíó || 1. mars

21/02/2024

Við finnum fyrir áþreifanlegum spenningi fyrir birtingu tilnefningum til Lúðurs 2023. Biðin er að styttast :)

16/02/2024

Við kynnum til leiks einn af fyrirlesurum ÍMARK dagsins Fernando Machado

Miðasala er hafin https://tix.is/is/event/16958/imark-dagurinn/

“Grand brand genius” Adweek

“Top 3 Most Influential CMO in the World” Forbes

“Most Innovative CMO in the World” Business Insider

“Top 100 Most Creative People in Business” Fast Company “Rockstar Chief Marketing Officer” AdAge

Fernando Machado er einn mest verðlaunaði markaðsstjóri allra tíma, en hann hefur hlotið meira en 120 Cannes Lion – verðlaun ( þar af fimm Grand Prize – verðlaun), 16 D&AD Yellow Pencil verðlaun, ein Grandy – verðlaun ( fyrir McWhopper-herferð Burger King) og tvö Grand Effie- verðlaun í Bandaríknunum. Árangurinn er vitnisburður um það hvernig skapandi hugsun í markaðsmálum hefur bein áhrif á vöxt fyrirtækja.

Ferill Fernandos hófst hjá stórfyrirtækinu Unilever, þar sem hann vann m.a.að hinni heimsþekktu markaðsherferð Dove, " Real Beauty Sketches" en hann er einna þekktastur sem fyrrum markaðsstjóri Burger King. Þar leiddi hann endurmörkun vörumerkisins, auk ýmissa undirvörumerkja t.a.m. Popeyes og Tim Hortons.

Fernando var næst ráðinn sem yfirmaður markaðsmála hjá tölvuleikjarisanum Activision Blizzard, sem er þekkt fyrir titla á borð við Call of Duty, World of Warcraft og Candy Crush.

Hann gegnir nú stöðu markaðsráðgjafa hjá NotCo og Garnett Station Partners (GSP), auk þess að sitja í stjórn Braze. NotCo er sprotafyrirtæki sem nýtir gervigreind til að finna ákjósanlega staðgengla fyrir dýraprótein úr plönturíkinu.

Ekki missa af einstöku tækifæri til að hlusta á einn áhrifamesta markaðsstjóra allra tíma, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á sviði markðasmála. Auk ofantalinna má nefna Adweek Grand Brand Genius-verðlaunin, en hann er eina manneskjan sem hefur hlotið þau tvisvar sinnum. Þá hefur Fernando birst ítrekað á listum yfir helsta áhrifafólk í viðskiptum og markaðsmálum, þ.á.m Business Insider, AdAge og Forbes.

14/02/2024

Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði, skráning fer fram á www.billboard.is

14/02/2024

Könnun Maskínu sem send er út í samstarfi við SÍA og ÍMARK er komin út. Við hvetjum alla sem fá könnunina senda til að taka þátt. Með þátttöku hefur þú áhrif á val á Vörumerki ársins og Auglýsingastofu ársins sem kynnt verða á ÍMARK deginum 1. mars næstkomandi.

13/02/2024

Við kynnum með stolti dómnefnd Lúðursins 2023.
Dómnefnd hefur þegar hafið störf og fer nú í gegnum þær hundruðir innsendinga sem bárust í ár, en um met fjölda innsendinga er að ræða. Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir hlý orð í okkar garð varðandi nýtt innsendingarkerfi sem við tókum i gagnið í ár, með hjálp þess hafa bæði innsendingar og dómnefndarstörf verið einfölduð til muna.

Við minnum á að miðasala fyrir ÍMARK dag og Lúður fer af stað fljótlega- endilega fylgist með.

Photos from ÍMARK's post 06/02/2024

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, markaðsmanneskja ársins

Rökstuðningur dómnefndar:
Það var niðurstaða dómnefndar að velja Boga Nils Bogason markaðsmanneskju ársins. Icelandair hefur gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs lögðu stjórnendur fyrirtækisins áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hélt fyrirtækið markaðsstarfi áfram og var tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma var fyrirtækið í miðju endurmörkunarferli sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem varð og raunin. Bogi varð sýnilegri í fjölmiðlum og tók á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig steig Bogi fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talaði beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn gegndi Icelandair einnig lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagði áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft.

ÍMARK óskar Boga til hamingju með verðskuldaðan titil

Hægt er að lesa fréttatilkynningu um málið í heild í meðfylgjandi link:
https://www.imark.is/bogi-nils-bogason-forstjori-icelandair-markasmanneskja-arsins-2023

23/01/2024

Við kynnum með stolti glæsilega dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins 2023.

Miðasala á viðburðinn okkar 6. febrúar n.k. þar sem við munum meðal annars afhenda verðlaunin er í fullum gangi inn á Tix.is
https://tix.is/is/event/16820/stjornun-marka-sstarfs-marka-smanneskja-arsins/

17/01/2024

Innsendingar fyrir ÁRU eru hafnar. Innsendingafrestur er til 9. febrúar n.k. og tekið er við innsendingum á www.ludurinn.is

Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Markaðsmanneskja ársins 17/01/2024

Við minnum á að frestur til að senda inn tilnefningar fyrir markaðsmanneskju ársins 2023 rennur út þann 21 janúar n.k.

Markaðsmanneskja ársins Íslensku markaðsverðlaunin, markaðsmanneskja ársins, eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðastliðin 2 ár. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.

11/01/2024

Við tökum við tilnefningum á www.ludurinn.is til 2. febrúar næstkomandi.

Markaðsmanneskja ársins 04/01/2024

Íslensku markaðsverðlaunin, markaðsmanneskja ársins, eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.

ÍMARK óskar eftir tilnefningum frá félagsmönnum og atvinnulífinu, innsendingarfrestur til miðnættis sunnudaginn 21. janúar 2024.

Markaðsmanneskja ársins Íslensku markaðsverðlaunin, markaðsmanneskja ársins, eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðastliðin 2 ár. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.

29/12/2023

Undirbúningur fyrir innsendingar í Lúðurinn 2023 er í fullum gangi og hefjast innsendingar snemma í janúar.

Fyrsta skrefið er að uppfæra reglur um Lúðurinn en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á flokkum.

Hægt er að sjá uppfærðar reglur um Lúður hér:
https://www.ludurinn.is/reglur-l%C3%BA%C3%B0ursins

27/12/2023

Við erum á fullu við að plana ÍMARK daginn 2024 sem haldinn verður þann 1 mars n.k. í Háskólabíó.

Er einhver sem þig dreymir um að sjá þennan dag? Sendu okkur línu á [email protected] og aldrei að vita nema við getum gert þann draum að veruleika.

05/12/2023

Hlökkum til að sjá ykkur sem náðuð miða á morgun- þökkum frábærar viðtökur, þurfum greinilega að gera þetta oftar👏👏

Skráning á tengslanetsviðburð 01/12/2023

Markaðsfólk er sko meira en tilbúið til að skála og tengjast miða við viðbrögðin við næsta viðburði ÍMARK.

Aðeins örfáir miðar lausir:

Skráning á tengslanetsviðburð Takk fyrir að skrá þig á viðburðinn, miðar verða sendir fljótlega frá Tix.is á netfangið sem þú skráðir. 

Want your business to be the top-listed Advertising & Marketing Company in Reykjavík?
Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Fernando Machado er spenntur fyrir að sjá ykkur á ÍMARK deginum á morgun, ert þú ekki örugglega með miða?https://tix.is/...
Tilnefningar til ÁRU 2023. Aldrei áður hafa borist jafn margar innsendingar í flokkin Árangursríkasta markaðsherferðin. ...
Við tökum við tilnefningum á www.ludurinn.is til 2. febrúar næstkomandi.
Lyfja var valið markaðsfyr­ir­tæki árs­ins þegar ís­lensku markaðsverðlaun­in voru af­hent í gær­kvöldi í 29. skipti við...
SAHARA Festival, ráðstefnu um stafræna markaðssetningu er handan við hornið, glæsileg ráðstefna sem allt markaðsfólk ætt...
Uppselt er á Lúðurinn! Hlökkum til að sjá ykkur 📣📣📣
Allt það helsta sem gerðist í heimi markaðsmála á Íslandi á aðeins 2:30 mín! 👇
Hvað er verið að auglýsa í "teaser" auglýsingum út um allan bæ? Hvaða herferðir voru frumsýndar í vikunni?👀Þetta og marg...

Address


Sigtún 42
Reykjavík
105
Other Advertising/Marketing in Reykjavík (show all)
Kaktus auglýsingastofa Kaktus auglýsingastofa
Laugavegur 178
Reykjavík, 105

Kaktus er lítil en reynslumikil og hugmyndarík auglýsingastofa sem tekur að sér fjölbreytt verkefni í hönnun, ráðgjöf og auglýsingagerð. Hafðu samband í síma 895 7551 eða sendu t...

Cirkus Cirkus
Laugavegur 3
Reykjavík, 101

Cirkus er framsækin auglýsingastofa þar sem reynslumikið og hugmyndaríkt fólk leikur listir sínar.

KAVA production KAVA production
Reykjavík, 101

Агенція зі створення та популяризації брендів для біз?

Media Group ehf Media Group ehf
Kaplaskjólsvegur 47
Reykjavík, 107

Media Group er stafræn markaðsstofa sem sérhæfir sig í markaðs- og kynningarmálum. Stafrænar

Könnun fyrir viðskiptavini Icelandair Könnun fyrir viðskiptavini Icelandair
Skildinganes 60
Reykjavík, 101

SWIPE Námskeið SWIPE Námskeið
F 123
Reykjavík, 101

Undireins Undireins
Krókháls 4
Reykjavík, 110

Hönnunar-, hugmynda- & framleiðslustofa [email protected]

Sogavegur 77 Sogavegur 77
Sogavegur 77
Reykjavík, 108

Portmarkaður Kirsuberjatrésins Portmarkaður Kirsuberjatrésins
Reykjavík, 101

Portmarkaður Kirsuberjatrésins er samheiti yfir 3 markaði sem verða í porti Kirsuberjatrésins 13 júní, 18 júlí og 22 ágúst sumarið 2020.

Ktmb Ktmb
Reykjavík

Falcor Falcor
Bunker Studios
Reykjavík, 107

Við kvikmyndum kynningarmyndbönd og sjónvarpsauglýsingar.

Netkynning Netkynning
Lambhagavegur 13
Reykjavík, 113

Netkynning er tilvalin lausn fyrir þá sem vilja koma myndskilaboðum á framfæri á netinu.